Fara í efni

Vikan 17. - 21. október

21.10.2011
Þessi vika var mjög skemmtileg og óhefðbundin. Mánudagurinn hófst með látum, nemendum var skipt í hópa og áttu að semja rómantískan söngleik. Verkefnið átti að klárast að mestu ...
Deildu
Þessi vika var mjög skemmtileg og óhefðbundin. Mánudagurinn hófst með látum, nemendum var skipt í hópa og áttu að semja rómantískan söngleik. Verkefnið átti að klárast að mestu á mánudeginum en nemendur voru mjög stórhuga og lögðu mikla vinnu í handrit og æfingar þannig að verkefnið teygðist yfir alla vikuna. Á fimmtudeginum voru síðan afurðirnar sýndar í setustofunni. Voru allir íslensku og stærðfræðitímar nýttir í þessa vinnu.
Í náttúrufræði voru kafli 1 í Mannslíkamanum kláraður og kaflarnir um tunguna og hvað verður um matinn voru kláraðir í 7. bekk.
Í næstu viku verða þemadagar frá miðvikudegi til föstudags. Verða nemendur þá í smiðjuvinnu og hafa allir lokið við að velja sig inn í smiðjur. Á þriðjudag verður síðan dreift dagsetningum og tímasetningum fyrir þemadagana.

Góða helgi og takk fyrir skemmtilega viku.
Ása, Hrafnhildur og Steinar. 
Til baka í yfirlit