Ágætu foreldrar/forráðamenn
Þessi vika hefur gengið ágætlega og allir nemendur verið duglegir að vinna.
Umsjónarmenn vikunnar voru Guðrún Júlíana og Helgi Sigurður og þetta höfðu þau að segja um vikuna :
Á mánudag var farið í göngu í tilefni dags náttúrnnar og á þriðjudag voru allir með buff eða húfu í tímum því það kom lús í heimsókn í skólann okkar í fyrsta sinn í 8 ár. Bríanna átti afmæli á þriðjudaginn og við sungum fyrir hana bæði á íslensku og ensku.
Við tókum íslenskukönnun, stafsetningarkönnun og skriftarkönnum á miðvikudag og á föstudag tókum við könnun í samfélagsfræði. Þegar prófið var búið voru allir nemendurnir rosa glaðir. Við fórum svo í kirkjuna á tónleika sem heita Tónlist fyrir alla og það var mjög gaman. – Guðrún og Helgi.
Í næstu viku verður breyting á tíma sem kallast val í stundatöflunnni og skipulögð verður hringekja þarf sem nemendur munu vinna uppbyggileg og skemmtileg verkefni. Einnig verður uppröðun borða breytt en tilgangur þess er að skapa sem mestan vinnufrið.
Umhverfisnefnd lagði til að verkefnið Göngum í skólann yrði framlengt um eina viku og var það samþykkt af öllum nefndarmönnum. Nemendur eru því hvattir til að halda áfram að ganga eða hjóla í skólann.
Með bestu kveðju
Sóley, Lára, Guðrún og Helgi.