Fara í efni

Vikan 12. - 16. nóvember

16.11.2012
Vikan 12.- 16. nóvemberMánudagurinn var með eðlilegu sniði. Í stærðfræði vorueinhverjir að undirbúa sig fyrir íslenskupróf en aðrir að vinna í 3 eða 4 kaflaí stærðfræði. Í ?...
Deildu

Vikan 12.- 16. nóvember

Mánudagurinn var með eðlilegu sniði. Í stærðfræði vorueinhverjir að undirbúa sig fyrir íslenskupróf en aðrir að vinna í 3 eða 4 kaflaí stærðfræði. Í íslensku var próf úr lotu þrjú í Skerpu.Eftir prófið hófunemendur vinnu við lotu 4 eða lögðu lokahönd á lotu 3 því það átti að skilahenni í lok tímans. Í ensku var verið að undirbúa sig fyrir dönskupróf. Ínáttúrufræði voru nokkrir í prófi og hinir að undirbúa sig fyrir dönskupróf eðavinna í fögum þar sem þeir þurfa að vinna eitthvað aðeins upp.

Á þriðjudeginum var verið að vinna í kafla 2 í Landafræðihanda unglingum. Í íslensku voru nemendur að vinna að markmiðum við lotu 4 ogað velja sér kjörbók fyrir þá vinnu. Í dönsku var annarpróf. Í ensku voru sumirað undirbúa sig fyrir próf sem einhverja hluta vegna þurfti að færa hjá þeim.Aðrir voru að vinna í ensku málfræðiæfingunum. Í íþróttum var fótbolti.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingatækni í fyrstutveimur tímunum, nemendur vinna á sínum hraða að sínum markmiðum í stærðfræðiog í upplýsingatækni voru þau að leggja lokahönd á kynningarbækling. Í þriðjaog fjórða tíma var val, sumir fóru í frönsku, leiklist og fleira á meðan sumirvoru í eyðu. Í fimmta og sjötta tíma var stærðfræði og upplýsingatækni aftur ogvar það sama gert og um morguninn.  Ísíðasta tíma dagsins var kynning á norrænum rithöfundum sem KristínEinarsdóttir var með í tilefni norrænu bókasafnsvikunnar.

Á fimmtudag voru foreldraviðtöl, þar sem nemendur mættu ífyrsta skipti með foreldrum sínum í viðtalið.

Á föstudag var kósýdagur. Margir voru mjög þreyttir eftirskemmtilega ferð í Borgarnes á forvarnarball. Í fyrstu tveimur tímunum varverið að lesa eða spila borðspil. Í þriðja og fjórða tíma horfðum við á myndinaCool runnings, eftir myndina voru örlitlar umræður um innihald hennar og hvaðhægt er að læra af henni. Í lok dags var síðan spjallað, spilað eða lesið.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Til baka í yfirlit