Fara í efni

Vikan 10. - 14. október

14.10.2011
Á mánudeginum var lífsleikni fram að hádegi. Var farið í net- og farsímaöryggi. Voru umræður um efnið og nemendur gerðu margvísleg verkefni og veggspjöld. Ester var svo elskuleg að ...
Deildu
Á mánudeginum var lífsleikni fram að hádegi. Var farið í net- og farsímaöryggi. Voru umræður um efnið og nemendur gerðu margvísleg verkefni og veggspjöld. Ester var svo elskuleg að taka á móti nemendum í litlum hópum og kynna þeim fyrir Gegni sem er kerfi bókasafnsins. Inn á þeim vef geta þau fylgst með sínum úttektum og einnig fundið hvort ákveðnar bækur séu til á bókasafninu.
Í stærðfræði héldu nemendur áfram að vinna að markmiðum sínum. Öllum gengur vel og eru áhugasamir. 7. bekkur vinnur til skiptis í grunnbók og vinnubók allt eftir því hvar þau eru stödd. Nemendur í 8. bekk eru að vinna í kafla 2 og 3 í stærðfræðibókinni sinni.
Í íslensku er vinna við lotu 2 komin vel af stað og eru allir að vinna að sínum markmiðum. Í 7. bekk eru nemendur að vinna í réttritunarorðabók og hefti frá kennara.
Í náttúrufræði kláraði 7. bekkur kafla 5 í Líkami mannsins og tóku próf úr fyrstu 5 köflunum á miðvikudeginum. 8. bekkur kláraði kafla 3 í Mannslíkaminn og tók próf úr 4. og 5. kafla á miðvikudeginum. Eftir próf horfðum við á tvö myndbönd um líffærakerfi mannsins.
Þessi vika var skemmtileg og fljót að líða enda frábær hópur.
Takk fyrir vikuna.
Hrafnhildur, Ása, Steinar og Oddur. 
Til baka í yfirlit