Danskan er á fullum skrið og nemendur í óða önn að vinna ísínum áformum. Nú er mikilvægt að kíkja á námsmatsþáttinn þar sem annarskiptinálgast óðfluga.
Úr bekkjarnámasskrá 9. og 10. bekkjar
Námsmat:
- Í dönsku fer fram Símat sem gildir 20% af lokaeinkunn.Símat vetrarins felst í fjórum atriðum, virkni (tekur nemandi þátt í öllu ínáminu, leggur hann sig fram o.s.frv.) samvinnu (getur hann unnið í hóp oghefur hann góð áhrif á framvinndu annarra í náminu) ástundun (vinnur nemandiþau verkefni sem lögð eru fyrir), samskipti (eru samskipti við kennara ogsamnemendur góð og byggð á vilja til að auka árangur sinn og samnemenda).
- Valin verkefni ( fjögur á hverri önn) verða metin og gildaþau samtals 30%.
- Nemendur taka próf í lok hverrar annar sem skiptist ímunnlegt próf sem gildir 20% og skriflegt próf sem gildir 30%. (Eingöngu erprófað er úr námsefni sem búið er að vinna með)
- Skólaeinkunn sem gefinn er við lok vorannar er meðaltal afárangri nemenda á öllum þremur önnum skólaársins.
Nú eru nemendur að hefja vinnu við tvö af þeim verkefnum semkölluð eru Valin verkefni í námsmatslýsingunni ( fjögur á hverri önn) sem verðametin og gilda þessi tvö samtals 15% af þeim 30% sem í boði eru undir þessum lið.
Valin verkefni, verkefni I. Skil 26. október:
Nemendur velja sér eina smásögu úr Danska Smásagansafninu"En fisketur". Bókina tóku þau á safninu í tíma í dag, 12 október.Nemendur lesa sér til skilnings, glósa og þýða og skila endursögn á DÖNSKU.Verkefnið er að lengd sem nemur A4 blaði sem unnið er í Word eða öðruritvinnsluforriti. Línubil er 1 1/2 og stafagerð skal vera 12 punkta Times newroman. Mikilvægt er að nemendur fjalli um söguna á sem breiðastan hátt og þurfaþau jafnvel að fara í að útfæra hugmyndir sínar og túlka söguna ef þær eru mjögstuttar.
Verkefnið gildir 10% af annareinkunn og tekið er tillit tilþess hvort nemendur hafa valið auðveldu leiðina eða lagt á sig og gert til sínkröfur. Nemendur eiga að láta kennaravita hvaða saga varð fyrir valinu í tíma á mánudag 17. okt.
Valin verkefni, verkefni II.
Nemendur undirbúa seig best með því lesa blaðsíðu 3 - 9 ílesbókinni EKKÓ og þekkja orðin og hvernig þau eru skrifuð mjög vel. Í EKKÓ þarf ekki að lesa bls. 6 . Þeir sem ekkieru í EKKÓ lesa í Bókinni TÆNK blaðsíðu 4 - 9 og undirbúa sig eins.
Í kennslustund 19. október mun kennari lesa upphátt valdarmálsgreinar eða umfjöllun úr efninu og nemendur rita textann upp á dönsku. Íkjarnann er um að ræða sambærilegt verkefni og við þekkjum öll með stafsetningaræfinguí Íslensku.
Verkefnið gildir 5% af annareinkunn.
Gangi ykkur vel.
Bjarni Ómar
Viðfangsefnin í dönsku
12.10.2011
Danskan er á fullum skrið og nemendur í óða önn að vinna ísínum áformum. Nú er mikilvægt að kíkja á námsmatsþáttinn þar sem annarskiptinálgast óðfluga. Úr bekkjarnámasskrá ...