Fara í efni

Video og popp í lok vikunar :)

21.10.2011
 Kæru foreldrarSíðasta vika gekk ljómandi vel, allir voru mjög  duglegir að vinna að markmiðum  sínum . Nemendur stöfuðu tveggja, þriggja og fjöggra stafa orð og gekk það mjög v...
Deildu
 

Kæru foreldrar


Síðasta vika gekk ljómandi vel, allir voru mjög  duglegir að vinna að markmiðum  sínum .


Nemendur stöfuðu tveggja, þriggja og fjöggra stafa orð og gekk það mjög vel. Þeir skrifuð nokkrar línur í skrifarbókina sína, myndskreyttu ljóð í ljóðabókina sína. Svo voru orðmyndirnar og og ekki voru kynntar. Spjölluðum sama um hollan og óhollan mat, hvað er gott og hvað er slæmt fyrir tennurnar okkar.


Fórum í tónmennt, hlustuðum á fjögur hljóðfæri og greindum hvort að þau gæfu frá sér djúpa eða háa tóna (má þar meðal annars nefna fiðlu, kontrabassa og þverflautu). Tengdum saman eins nótur. Við æfðum okkur að syngja lögin sem tekin eru fyrir í söngstund.            


Við vorum með tvö afmælisbörn í vikunni. Á fimmtudeginum sungum við afmælissönginn fyrir Hrafnkötlu og svo fyrir Þorsteinn á föstudeginum.


Við enduðum svo vikuna á því að horfa á myndina Rio.

Mikil áhersla er lögð á að nemendur lesi á hverjum degi bæði í skólanum sem og heima. Æfingin skapar meistarann og mikilvægt er að nemendur nái góðum tökum á lestrinum.  


Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag varða svo þemadagar hjá okkur. Á þriðjudaginn fá svo allir heim með sér upplýsingar og skipulag um þemadagana. Hver á að vera hvar hvernær o.s.frv.                                          


Kærar kveðjur, Vala

Til baka í yfirlit