Þátttakan í átakinu var með eindæmum góð og það var virkilega gaman að fylgjast með laufunum fjölga á trjánum okkar dag frá degi. Í lokin kom í ljós að það voru tveir bekkir sem voru með 100% þáttöku á átakinu, 7. bekk og 10. bekkur og þurftum við að draga um hvor bekkurinn færi í pizzuveislu á Café Riis og var það 10. bekkurinn sem var dreginn út og stóð því eftir sem sigurvegari átaksins. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að þeir sem tóku samviskusamlega þátt í átakinu eru í raun allir sigurvegarar!
Við viljum þakka Ástu Þóris fyrir hennar drifkraft og utanumhald, öllum nemendum okkar og starfsfólki, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Arion banka og Café Riis fyrir þeirra framlag til verkefnisins og við hvetjum alla til að halda áfram að ganga í skólann með bros á vör :)
MYNDIR FRÁ DEGINUM
MYNDIR FRÁ UNDIRBÚNINGNUM
