Kæru íbúar Strandabyggðar,
Í þessari viku er stefnt að því að skrifstofa Strandabyggðar flytji úr Þróunarsetrinu í Hafnarbraut 25. Þið hafið án efa tekið eftir framkvæmdum þar að undanförnu, en ákveðið var að mála, leggja tölvutengingar og og rafmagn í húsnæðið og gera minniháttar breytingar og lagfæringar. Gert er ráð fyrir því að flytja á miðvikudag og fimmtudag.
Við munum upplýsa nánar um þessa flutninga síðar og eins hvernig við sjáum fyrir okkur nýtingu á Þróunarsetrinu í framhaldinu, en það er ljóst að nú skapast færi á að laða að störf án staðsetningar o.s.frv. Ferðamálastofa hefur þegar tekið á leigu eitt herbergi og eins liggur fyrir að stofnanir sem fyrir eru munu auka við sig að einhverju leyti.
Í þessu felast ný tækifæri og það er einmitt það sem við þurfum núna!
Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar
Við flytjum!
14.12.2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,Í þessari viku er stefnt að því að skrifstofa Strandabyggðar flytji úr Þróunarsetrinu í Hafnarbraut 25. Þið hafið án efa tekið eftir framkvæmdum þa...
