Heil og sæl.
í liðinni viku var ákveðið í samráði við nemendur að taka upp bekkjar verðlaunakerfi. það virkar þannig að nemendur geta safnað sér inn kubbum sem þeir svo safna saman í eina sameiginlega krukku bekkjarins. Þegar krukkan er orðin full gerir bekkurinn, ásamt kennara eitthvað fyrirfram ákveðið sem nemendur hafa tekið þátt í að velja. s.s horfa á mynd, fara í val, fá extra langar frímínútur, spila og fleira. Nemendur geta með ýmsu móti unnið sér inn kubba. T.d með góðri virkni í kennslustund, kurteisi, hrósi, með því að sýna áhuga og góða ástundun og fl. Gengið er út frá því að allir nemendur vinni sér inn kubb enda hver og einn nemandi fullfær um það. Ekki er hægt að tapa kubbum úr krukkunni og verðlaunin veitast öllum hópnum. Ef nemandi er fjarverandi þegar taka á út verðlaunin er leitast við að fresta því svo allir geti tekið þátt. Eftir að fyrsta krukkan hefur verið fyllt skiptum við út stærri kubbum fyrir minni kubba og þarf því að leggja meira á sig til að fylla næstu krukku. Hugsanlega verður svo krukkan stækkuð eftir 2-3 skipti.
markmiðið með þessu verðlaunakerfi er m.a. að gera nemendur meðvitaða um eigin ábyrgð á námi sínu og jákvæðum og kurteisum samskiptum.
Með kveðju og ósk um góða helgi
Íris Björg
Verðlaunakrukka
20.09.2013
Heil og sæl.í liðinni viku var ákveðið í samráði við nemendur að taka upp bekkjar verðlaunakerfi. það virkar þannig að nemendur geta safnað sér inn kubbum sem þeir svo safna sama...