Fara í efni

Verðfyrirspurn vegna skólamötuneytis

05.07.2023
Sveitarfélagið Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna skólamötuneytisUm er að ræða eldun skólamáltíða fyrir um 40 nemendur grunnskóla Hólmavíkur og um 20 nemendur leiksk?...
Deildu

Sveitarfélagið Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna skólamötuneytis

  • Um er að ræða eldun skólamáltíða fyrir um 40 nemendur grunnskóla Hólmavíkur og um 20 nemendur leikskólans Lækjarbrekku, samkvæmt yfirliti á hverjum tíma
  • Um er að ræða heitar og kaldar máltíðir alla skóladaga.  Taka skal mið af manneldismarkmiðum Manneldisráðs og ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um innihald matar og uppsetning matseðils
  • Starfsmenn sem vilja kaupa mat, gera um það samkomulag við matráð
  • Afhenda skal máltíðir mánudaga til og með föstudaga. Matur skal sóttur af starfsfólki sveitarfélagsins.  Starfsmenn grunnskóla sjá einnig um skil á áhöldum og hitakössum
  • Áherslur í matseðli skulu vera: 
    • Í hádegi sé heit máltíð í boði, amk fjóra daga vikunnar, en köld máltíð ekki oftar en einu sinni í viku; t.d. grautur eða súpa eða köld brauðmáltíð með mjólkurmat
    • Alltaf sé einhvers konar ávextir og/eða grænmeti í boði
    • Hugað sé að magni fitu, próteins, sykurs, og annara kolvetna í samræmi við manneldismarkmið þegar hráefni til matargerðar er valið
    • Sykur og fituríkan mat ætti að nota mjög hóflega
    • Grófkorna brauð sé notað fremur en fínt
    • Boðið verði upp á fisk, amkl tvisvar í viku og þá frekar að notast við ferskan fisk
    • Reyktan og saltan mat ætti að hafa mjög sjaldan á borðum og helst ekki oftar en tvisvar í mánuði.  Farsvörur og naggar séu sjaldnar á boðstólum en einu sinni í viku
    • Sveitarfélagið leggur áherslu á að nýta hráefni úr heimabyggð eins og kostur er.
  • Almennt skal styðjast við leiðarvísi Landlæknis um um fæðuval og áherslur í matarframboði.
  • Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Strandabyggðar.  Tilboðum skal skila til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt „Skólamatur, 2023-2024“ fyrir miðnætti 21.7.23
  • Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem metið er hagstæðast eða hafna öllum.
Til baka í yfirlit