Fara í efni

Velkomin í foreldraviðtöl!

17.02.2011
Á morgun, föstudaginn 18. febrúar, eru foreldraviðtöl í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn koma og hitta umsjónarkennara og tónlistarkennara og fara yfir st?...
Deildu

Á morgun, föstudaginn 18. febrúar, eru foreldraviðtöl í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn koma og hitta umsjónarkennara og tónlistarkennara og fara yfir stöðuna eftir miðönnina. Nemendur hafa nú fengið með sér miða heim með upplýsingum um hvert og eitt viðtal. Þann dag er frí hjá nemendum nema að kennari óski eftir að nemandinn komi með í viðtalið. Hlökkum til að sjá ykkur!

Til baka í yfirlit