Fara í efni

Vel heppnaður íbúafundur

04.04.2019
Vel heppnaður íbúafundur var haldinn í gær í Hnyðju.  Þar voru kynntar hugmyndir að breytingum á lóð leikskólans og næsta umhverfis, sérstaklega hinu megin við Braggann.  Það va...
Deildu

Vel heppnaður íbúafundur var haldinn í gær í Hnyðju.  Þar voru kynntar hugmyndir að breytingum á lóð leikskólans og næsta umhverfis, sérstaklega hinu megin við Braggann.  Það var Hildur Dagbjört Arnardóttir, landslagsarkitekt frá VERKÍS, sem kom og viðraði sínar hugmyndir.  Góð umræða var á fundinum og margar gagnlegar ábendingar komu frá íbúum.

Þetta verkefni er liður í hönnun opinna svæða á Hólmavík og var samþykkt af fyrri sveitarstjórn. Síðan hefur verið unnið að hönnun hugmynda, og m.a. leitað til krakka og starfsfólks Leikskólans eftir hugmyndum, á sérstökum vinnufundi sem haldinn var sl haust.  Og í gær var komið að því að kynna þessar hugmyndir fyrir íbúum.

Núverandi sveitarstjórn vinnur þetta áfram i samráði við Hildi Dagbjörtu og frekari hugmyndir og útfærslur munu síðan líta dagsins ljós þegar fram í sækir.  Þá er framundan að hanna umhverfi íþróttamistöðvarinnar með sama hætti.

Um leið og við þökkum fyrir góða þátttöku á fundinum, hvetjum við íbúa til að koma skoðunum sínum og ábendingum á framfæri til okkar sem fyrst, þannig að hægt sé að koma þeim inn í þessa vinnu. 

Til baka í yfirlit