Elsku mamma og pabbi
Vikan gekk ferlega vel hjá mér og ég var mjög dugleg/ur að vinna.
Í listum hjá Ástu mótaði ég alls konar fígúrur úr leir. Það var rosalega skemmtilegt.
Ég vann aðeins í þemaverkefninu „Allt um mig". Ég teiknaði mynd af fjölskyldunni minni. Svo fór ég út að finna fjóra steina. Ég ætla að nota þá í steina tröll.
Í útikennslu fór ég með öllum hinum krökkunum í bekknum niður á fótboltavöll, þar vorum við pöruð saman tvö og tvö. Ég átti ásamt félaganum mínum að taka tvö venjuleg skref, tvö risastór skref, tvö krabbaskref, tvö skref aftur á bak og tvö hermannaskref. Síðan mældi ég skrefin mín með hænuskrefum og síðan skráði ég fjöldann niður á blað. Það gekk frekar erfiðlega í fyrstu að taka hænuskrefin en svo var ég komin/n upp á lag með þetta. Það er rosalega gaman í útikennslu.
Á föstudaginn var svo norræna skólahlaupið, það voru þrjár vegalengdir í boði, 2,5 km, 5 km og 10 km. Ég var rosalega dugleg/ur að hlaupa mína vegalengd. Þegar hlaupið var búið þá fór ég aftur upp í skóla í val.
Í frjálsum tíma vann ég að mörgum verkefnum, ég púslaði, perlaði, teiknaði frjálst, hlustaði á sögu, flokkaði orð eftir kynjum, fann samstæðu orða o.m.fl.
Í íþróttum hjá Árdísi fór ég meðal annars í stöðvaþjálfun, stórfiskaleik og á trampólínið.
Annars er ég búin að vera rosalega dugleg/ur alla vikuna og ég stóð mig frábærlega vel.
Skilaboð frá kennara:
Afmælisbörn vikunar voru þau Isabella og Kristinn Jón. Isabella varð 7 ára þann 14. október en Kristinn Jón 6 ára þann 15. október.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
