Fara í efni

Úr fundargerð sveitarstjórnarfundar 1270 frá 13. febrúar 2018

14.02.2018
Á sveitarstjórnarfundi 1270 í sveitarstjórn Strandabyggðar sem fram fór þriðjudaginn 13. febrúar 2018 var m.a. lögð fyrir skýrsla sem unnin var af Þorgeiri Pálssyni hjá Thorp ehf fyrir sveitarstjórn, þar sem sett er fram stefnumótun sveitarfélagsins frá 2016 - 20121. Jafnframt var fjallað um framvindu undirbúningsvinnu vegna hitaveitu í sveitarfélaginu.
Deildu

Sjá fundargerð hér.

Stefnumótun 2016 – 2021, skýrsla Thorp ehf

Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar öllum þeim sem komu að stefnumótunarvinnu Strandabyggðar frá 2016 -2021. Margt af þeim góðu ábendingum sem fram koma í skýrslunni hafa orðið að veruleika og unnið hefur verið að öðrum málum.  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að stefnumótunar skýrslan verði leiðandi plagg í vinnu sveitarfélagsins. Skýrsluna má sjá í heild sinni hér.

Vegna hitaveitu
Sveitarfélagið Strandabyggð hefur unnið að frumhönnun og kostnaðaráætlun vegna hitaveituframkvæmda í Strandabyggð. Allt sem unnið hefur verið að til þessa gefur tilefni til bjartsýni og styður við þær væntingar að hitaveita geti orðið að veruleika í sveitarfélaginu.

Settur hefur verið saman vinnuhópur til að vinna að undirbúningi hitaveituframkvæmda en hann er skipaður eftirfarandi aðilum: Maríu Maack frá Vestfjarðastofu og er hún verkefnastjóri undirbúningsfasa, Ástu Þórisdóttur, Jóni Gísla Jónssyni, Ingimundi Jóhannssyni og Andreu Jónsdóttur.

Til baka í yfirlit