Heil og sæl.
Þá er fyrsta skólavika vetrarins afstaðin. Vikan fór að miklu leyti í að kynnast. Kennari að kynnast flottum hópi nemenda, nemendur að kynnast nýjum kennara, námsefni komandi vetrar skoðað og hafist handa við nám, leik og störf. Fyrir utan hefðbundið nám í íslensku og stærðfræði munum við skoða og kynnast hryngrásum í náttúrunni, við munum kynnast og fræðast um húsdýrin með Æsu og Gauta og "skreppa með þeim" í heimsóknir á bóndabæi, en Æsa og Gauti eru börn úr framtíðinni sem fara á tímaflakk. Þessar heimsóknir verða á formi hins gamal kunna VHS "tímaflakkara".
Upphaf nýs skólaárs.
01.09.2013
Heil og sæl.Þá er fyrsta skólavika vetrarins afstaðin. Vikan fór að miklu leyti í að kynnast. Kennari að kynnast flottum hópi nemenda, nemendur að kynnast nýjum kennara, námsefni koma...