Umhverfissáttmáli Grunnskólans á Hólmavík
Umhverfismarkmið
Grunnskólinn á Hólmavík leggur áherslu á:
- Að nemendur læri gildi þess að ganga vel um náttúruna og umhverfi sitt.
- Að draga úr sóun verðmæta og nýta vel auðlindir jarðar.
- Að endurnýta og endurvinna eins og kostur er.
- Að auka umhverfisvitund nemenda, foreldra og starfsfólks.
Leiðir
Ganga vel um náttúruna og umhverfi okkar, nýta það og njóta, hlúa að því og rækta.
Fara vel með auðlindir jarðarinnar í anda sjálfbærrar þróunar, nota minna, endurvinna og
endurnýta það sem hægt er sem og minnka mengun.
Bæta umhverfisvitund nemenda, foreldra og starfsmanna skólans.