Dagskrá fundarins
1. Staðardagskrá 21
2. Önnur mál
1. Staðardagskrá 21.
Fjölskyldumál, lífstíll og neysla:
- Útivist. Rætt var um hvernig væri hægt að auka áhuga fólks á útivist, til dæmis með göngustígagerð, m.a. um Óshring og fyrir ofan Kálfanes og út á Grundir.
- Reiðvegir. Samþykkt var fyrir löngu síðan af Vegagerðinni að lagður verði reiðvegur fyrir ofan Kálfanes. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún athugi hvað því verki líður og reki á eftir framkvæmdum við reiðvegi í sveitarfélaginu. Hvatt er til þess að boðið verði upp á námskeið um græn innkaup fyrir stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki, á degi umhverfisins 25. apríl nk. Námskeiðið býðst sveitarfélaginu að kostnaðarlausu frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21.
- Leikvellir barna. Full þörf er á að lagfæra leikvelli, t.d. við Höfðatún. Fyrirhugað er að endurbæta leikvöll við skóla í sumar.
- Það vantar betri aðgang að merki Stefáns frá Hvítadal og athuga hvort hægt væri að merkja gönguleið frá söluskála KSH þangað niðureftir.
- Félagsheimilið hefur fengið upplyftingu á síðustu mánuðum, en vantar betri nýtingu. Full ástæða er fyrir sveitarfélagið að halda áfram að eiga og reka félagsheimili og reyna að koma meiri starfsemi í húsið og skipuleggja nýtingu þess.
- Full ástæða er til að gera áætlun um viðhald á húsnæði í eigu sveitarfélagsins, til að spara peninga sem fara annars í handahófskennt viðhald.
- Rætt var um sameiginleg innkaup sveitarfélagsins og að hægt væri að hagræða með auknu samráði.
- Aukin ábyrgð stjórnenda. Með rammafjárlögum færist aukin ábyrgð á millistjórnendur sem er mjög gott að mati Umhverfisnefndar. Gríðarlega mikilvægt er að gera góða áætlun um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins til að minnsta kosti 3ja ára til að auka skilvirkni og sparnað í verkefnum.
- Rætt var um að gera könnun meðal íbúa hvaða afþreyingu fólki finnst vanta í sveitarfélagið.
- Það vantar varanlegt húsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara.
2. Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið kl. 22:36
Fundarritari: Jón Gísli Jónsson