Eins og undanfarnar vikur höfum við verið að vinna að fjölbreyttum verkefnum.
Mikil áhersla er lögð á að nemendur lesi á hverjum degi bæði í skólanum sem og heima. Æfingin skapar meistarann og mikilvægt er að nemendur nái góðum tökum á lestrinum.
Í vikunni voru allir duglegir að vinna að markmiðunum sínum bæði í íslensku og stærðfræði.
Stafurinn R - r kynntur. Nemendur unnu verkefnablöð sem reyndu á fínhreyfingar þeirra. Í heimakrók voru sögurnar um Sæskrímslið lesnar. Nokkur orð sem áttu R - r sem fyrsta staf skrifuð í orðasafnið.
Nemendur stöfuðu tveggja, þriggja og fjöggra stafa orð og gekk það rosalega vel. Þeir skrifuð nokkrar línur í skrifarbókina sína.
Myndskreyttu ljóð í ljóðabókina sína og fóru í tölvutíma.
Gerðu dúkkulísu af ,,mömmu" sinni með þau í maganum. Máluðu trommurnar sínar og enduðum svo á því að fara í tónmennt. Þar voru þau að læra um ta og ti-tí. Þau komust að því að ti-tí fer helmingi hraðar en ta :)
Minni á heimasíðu skólans, þar má meðal annars sjá myndir af skólastafi okkar.
Hópnum var skipt í tvennt ta og ti-tí og svo gengu þau í takt við hljóminn, þau komust að því að ti-tí er helmingi hraðari en ta.
Ég verð í leyfi þriðjudaginn 18. október.
Kærar kveðjur,
Vala
