Fara í efni

Til hamingju 7. bekkur !

06.10.2010
Á lokadegi verkefnisins Göngum í skólann, var farið í skrúðgöngu um bæinn með fánaberum í fararbroddi og trommuslætti undir söng. Þar voru á ferðinni allir nemendur Grunnskóla...
Deildu

Á lokadegi verkefnisins Göngum í skólann, var farið í skrúðgöngu um bæinn með fánaberum í fararbroddi og trommuslætti undir söng. Þar voru á ferðinni allir nemendur Grunnskólans og kennarar og annað starfsfólk. Þegar komið var í skólann aftur var tilkynnt um sigurvegara í göngukeppninni sem tengdist verkefninu. Í ljós kom að tveir bekkir höfðu staðið sig best allra. Það voru 7. og 10. bekkur.  Þá var til þess bragðs að draga um sigurvegara og kom þá 10. bekkur úr pottinum og hlaut verðlaunin. Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Arionbanki gáfu hressingu í lok göngunnar og grænmeti, ávextir, mjólk og vatn var þegið með bestu þökkum.

7. bekkur stóð sig framúrskarandi vel og umsjónarkennarinn er afar stoltur af hópnum.
   

Til baka í yfirlit