Íslenska: Í íslensku hefur áherslan verið mest á málfræði.Við höfum verið að skrifa bátsögur, risaeðlusögur og fleira. Við höfum einnigfarið í „lestaraferðir“ og hringekju.
Stærðfræði: Í stærðfræðinni höfum við verið að vinna hvert og eitt á sínum staðí bókunum. Við höfum verið að vinna með mynstur, klipt út mynstur og límt aftursaman. Við höfum einnig verið að spila, verið úti að mæla og gert fleiraskemmtilegt.
Listir: Í listum höfum við verið að vinna áfram í bókagerð.Einnig höfum við verið að teikna upp fyrirmyndir.
Enska: þar höfum við áfram verið að æfa okkur í að talaensku í tímunum. Við gerðum líka auglýsingu í tengslum við fata-orð sem viðvorum að læra.
Upplýsingatækni: Þar höfum við verið að æfa okkur ífingrafimi, unnið á bókasafninu, unnið með Náttúruvefsjá og fleira.
Samfélagsfræði: Þar höfum við verið að vinna áfram með kortalestur,lengdarbauga, breiddarbauga og tímabelti.
Tónmennt og tjáning: þar höfum við verið að vinna með upplestur, upplestur meðtónlist og fleira.
Náttúrufræði: Þar vinnum við með bókina Líf í fersku vatni. Við höfum fundiðsýni og skoðað í smásjá.