Fara í efni

Þemavika trallala

26.10.2012
 Elsku mamma og pabbi   Það er búið að vera rosalega gaman hjá mér alla vikuna. Ég var mjög dugleg/ur að vinna. Ég byrjaði vikuna á því að syngja afmælissönginn en þau Hrafnk...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi 
  

Það er búið að vera rosalega gaman hjá mér alla vikuna. Ég var mjög dugleg/ur að vinna.


Ég byrjaði vikuna á því að syngja afmælissönginn en þau Hrafnkatla og Þorsteinn áttu afmæli. Hrafnkatla varð 8 ára þann 20 október en Þorsteinn 9 ára þann 22. október.
 

Á bekkjarfundi fann ég nokkrar góðar lausnir á nokkrum málum sem rædd voru. Svo sem hvaða leið ég ætti að fara þegar ég labbaði í íþróttahúsið og að allir ættu að fylgjast að uppeftir. Vandamál með fótboltavöllinn voru rædd, margar hugmyndir komu fram og vorum við sammála um nokkrar þeirra.


Í samfélagsfræði skoðaði ég úfinn og tunguna. Úfurinn er aftasti hluti mjúka gómsins og hlutverk hans er að mynda skilvegg milli öndunarvegsins fyrir ofan hann í nefholinu og munnholsins. Það er nauðsynlegt að ég geti lokað þarna á milli, bæði til að hindra fæðu í því að fara upp í nefholið og einnig í sambandi við talið. Ég verð nefmælt/ur ef gómurinn nær ekki að lokast. Ég komst líka að því að yfirborð tungunnar er þakið bragðlaukum sem greinir bragð, sætt, súrt, salt og beiskt. Tungan getur hreyfst á ýmsa vegu og þannig myndað hljóð og þess vegna er hún mikilvægt tæki í talmáli. 

Í listum hjá Ástu kláraði ég engilinn minn sem ég byrjaði á í síðustu viku.  Ég spilaði fótbolta í íþróttum hjá Árdísi.


Í síðastliðinni viku var mikið um dýrðir hjá okkur í Grunnskólanum en hún einkenndist af smiðjudögum. Ég vann alla dagana í smiðjunni minn það var svakalega gaman. Það voru þrjár smiðjur í boði, kofasmiðja, tilraunasmiðja og förðunarsmiðja.


Í tilraunasmiðjunni voru gerðar fullt af tilraunum, ég reyndi að setja egg ofan í flösku og svo gerði ég gossprengju, í förðun var ég máluð/aður og svo fékk ég að  fara í búninga, í kofasmiðju smíðaði ég ásamt nokkrum öðrum flottan kofa. Þetta var skemmtileg tilbreyting sem gekk ótrúlega vel og vakti mikla kátínu hjá mér og hinum krökkunum í bekknum.

Annars stóð ég mig frábærlega vel alla vikuna.


Annað:                                                                                                                                                             Við fengum góðan gest í heimsókn til okkar, hann Skorri Hrafn var hjá okkur út vikuna. Einnig endurheimtum við hann Michael Miro og var mikill gleði að fá hann aftur.

 

Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.

Til baka í yfirlit