Fara í efni

Þemadagar

01.11.2013
heil og sæl.Í þessari viku hafa nemendur verið að æfa sig á klukku, tekið virkan þátt í lestrarátaki, samið flottar spurningar fyrir Æsu og Gautaprófið og heil margt fleira. Eins er...
Deildu
heil og sæl.
Í þessari viku hafa nemendur verið að æfa sig á klukku, tekið virkan þátt í lestrarátaki, samið flottar spurningar fyrir Æsu og Gautaprófið og heil margt fleira. Eins er gaman að segja frá því hvað nemendur tónlistadeildarinnar voru duglegir í samspilsviku sem endaði með flottum og skemmtilegum tónleikum í gærkvöldi.
Næsta vika verður brotin svolítið upp en þá verða þemadagar - smiðjur frá miðvikudegi til föstudags. Hins vegar verða mánudagur og þriðjudagur með hefðbundnu sniði skv stundaskrá. Á Þemadögum verða fimm smiðjur í boði og nemendur velja sér fjórar en fara svo á endanum í þrjár. Sú fjórða er valin til vara en að sjálfsögðu verður leitast við að nemendur geti allir tekið þátt í þeim þrem smiðjum sem þá langar mest til að sækja. Nemendur koma með skráningarblað heim í dag sem þau eiga svo að skila til mín á mánudag. Endilega skoðið það með þeim og aðstoðið þau við merkja við.
Ég sendi ykkur bestu kveðjur inn í helgina og vona að hún verði ykkur öllum góð.
Með kveðju
Íris Björg
Til baka í yfirlit