Fara í efni

Þakklæti.

09.05.2014
Heil og sæl. Nú er heldur betur of langt síðan ritari hefur sent inn nýja frétt. Beðist er velvirðingar á því. Skulu nú brettar upp ermar og ritað fréttir.Margt spennandi hefur drifi?...
Deildu
Heil og sæl.
Nú er heldur betur of langt síðan ritari hefur sent inn nýja frétt. Beðist er velvirðingar á því. Skulu nú brettar upp ermar og ritað fréttir.
Margt spennandi hefur drifið á daga nemenda undanfarið og má þar nefna m.a. fiðrildaheimsókn sem farin var í síðustu viku. Nemendur fóru í tveimur hópun á sinn hvort staðinn. Hafdís í Húsavík fræddi nemendur um ástæðu fyrir fiðrildaveiði af þessu tagi og fengu börnin að fylgjast með þegar gildran var opnuð, tæmd og undirbúin fyrir frekari veiði. Mikill munur var á veiði í þeim tveimur gildrum sem skoðaðar voru og var önnur nánast tóm meðan hin hafði mun meiri veiði en eðlilegt þykir á þessum tíma. Kolla hefur sett inn myndir frá heimsókninni.
Í göngutúr í vali þessa vikuna fóru nemendur með Kollu niður að höfn. Þar tók Ingvar Pétursson á móti þeim ásamt Petri Matthíassyni. Nemendur fóru um borð í Herju, lærðu nokkur ný orð s.s. bakborði og stjórnborði og þurftu þau að skrifa hjá sér í stílabók nýju orðin. Pétur húkkaði svo m.a. tvo krossfiska upp úr sjónum og vakti það mikla lukku.
Nú hafa nemendur fyllt krukkuna sína af kubbum, en þau hafa unnið að því með því að taka sig á í umgengni um stofuna sína og gögnin sína. N.k. föstudag munu þau fá umbun fyrir vinnu sína, auk þess sem þau halda áfram að gang vel um.
Við munum senda foreldrum upplýsingar um það í tölvupósti´en ákveðið var að bjóða ekki upp á að horfa á mynd að þessu sinni heldur gera eitthvað sem ekki er alla jafna gert og gera umbunina þannig meira spennandi.
Á síðustu bekkjarfundum hefur einkum verið rætt um þakklæti og gleði, hvað veitir okkur gleði og erum við að sýna í verki þakklæti? erum við þakklát eða þykir okkur of margt sjálfsagt mál í dag? Þetta þema mun áfram vera í umræðunni hjá okkur og hvetjum við ykkur til að taka þátt í því. Minnum okkur á að það smáa er oft afar þakkarvert og æfum okkur í að láta það í ljós.
Sendum óskir um góða helgi og gott gengi íslendinga í Eurovision.
Kolla og Íris Björg
Til baka í yfirlit