Fara í efni

Það eru form út um allt :)

14.09.2012
 Elsku mamma og pabbi   Ég stóð mig frábærlega vel alla vikuna. Ég vann vel bæði í íslensku og stærðfræði. Ég kláraði líka að teikna allar rúnirnar í galdrabókina mína og...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi   

Ég stóð mig frábærlega vel alla vikuna. Ég vann vel bæði í íslensku og stærðfræði. Ég kláraði líka að teikna allar rúnirnar í galdrabókina mína og hún er alveg að verða tilbúin.  Í náttúrufræði vann ég að þemaverkefninu ,,Allt um mig". Um hvernig ég varð til, ég teiknaði líka nokkrar frumur s.s. sæðisfrumur og eggfrumu,  húðfrumur og taugafrumu. Ég ræddi við alla í bekknum mínum um mikilvægi þess að borða hollan mat, um mikilvægi hreyfingar og að góður svefn sé mér mikilvægur. Ég ræddi um marga aðra skemmtilega hluti s.s. um hvaða hlutverki  beinagrindin mín  þjónaði og hversu mikilvægt það er að ég noti reiðhjólahjálm þegar ég fer út að hjóla. 

Hjá Ástu kláraði ég hristuna mína. Hún er svakalega flott og hún gefur frá sér mikið hljóð þegar ég hristi hana. Ég ætla að nota hana aðeins í skólanum og svo fæ ég að fara með hana heim og þá get ég sko alveg spilað eitthvað fallegt lag fyrir ykkur :)

Í útitíma leitaði ég ásamt öllum hinum af formum í umhverfinum í kringum skólann. Ég fann allskonar form út um allt. Svo fór ég í leiki með hinum í bekknum og við bjuggum til allskonar form með líkamanum okkar. Það var smá erfitt en mjög skemmtilegt.

Í íþróttum hjá Árdísi þá löbbuðum við öll saman upp í íþrótthús, fórum meðal annars í leikinn veiðimaðurinn sem er saga með látbragðsleik það var mikið stuð.


Ég gerði líka margt annað í vikunni, en ég get sagt ykkur það elsku pabbi og mamma að ég var sko til fyrirmyndar alla vikuna og stóð mig geggjað vel. 


Skilaboð frá Völu: Mánudaginn 17. september verður námsefnakynning frá kl. 12:00 - 13:00. Nú hafa allir nemendur í  2. - 3. bekk farið í hraðlestrarpróf og nemendur í  1. bekk farið í stafatékk og verða niðurstöður prófanna sendar til ykkar við fyrsta tækifæri.


Annað:
                                                                                                                                                                   
Betra nám býður nú í fyrsta sinn upp á ókeypis léttlestrarefni fyrir nemendur í 1. og 2. bekk á vefsíðunni www.lettlestur.betranam.is


Áhugasamir foreldrar ská sig ókeypis og fá þannig sent þjálfunarefni á 2ja vikna fresti í heilt ár. Notast er að mestu við forritiðar Powerpoint glærur til að skapa litríkar og lifandi æfingar.

Ég vona að sem flestir nýti sér þetta frábæra tækifæri og gefi barninu sínu þetta tækifæri til að þjálfa sig í lestri og verða betri lesandi.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.


Ps. Vala, Agnes og Dúna biðja að heilsa :)

 

Til baka í yfirlit