Ég var svakalega dugleg/ur alla vikuna. Ég kláraði öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði.
Ég lærði stafinn B b og gerði mörg verkefni honum tengd, ég fann mjög mörg orð sem byrjuðu á B b, klappaði atkvæðin í þeim og valdi svo nokkur orð sem ég vildi skrifa í orðasafnið mitt. Ég fór í leikinn einn, tveir og níu en hann felst í því að kasta teningum og finna orð með jafn mörgum stöfum og teningarnir gefa. Ég fór í munaspil, skrifaði sögu í sögubókina mína, ég las frjálst í frjálslestrarbók, hélt áfram að safna nafnorðum og flokkaði þau í sérnöfn og samnöfn, safnaði líka nokkrum orðum sem byrjuðu á skr-, sk. Einnig safnaði ég orðum sem innihéldu y. Þannig að þið sjáið að ég stóð mig frábærlega vel eða finnst ykkur það ekki?
Ég er enn að æfa mig í að leggja saman tveggja stafa tölur og geyma og það er farið að ganga mjög vel hjá mér. Ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna í ef ég verð í stuði, ég á svo að skila því fimmtudaginn 7. mars. (1. bekkur).
Ég hélt áfram að æfa mig í að taka til láns og geyma, ég er orðin/n nokkuð góð/ur í því. Ég tók nú samt með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna ef ég nenni. Það eru líka tvö blöð með margföldun og ég ætla að vinna þau ef ég treysti mér í það. Ég á svo að skila verkefninu næsta fimmtudag (7. mars) og þá fæ ég ný aukaverkefni. Ég hélt aðeins áfram í nýju bókinni minni um margföldun og er það farið að ganga mun betur hjá mér en samt ruglast ég stundum. (2. - 3. bekkur).
Ég fræddist um mikilvægi þessa að flokka og skila. Batterí voru tekin fyrir að þessu sinni, en þau má finna m.a. í fjarstýringum, myndavélum, gsm símum, vasaljósum og mörgum litlum leikföngum eins og fjarstýrðum bílum. Sumar rafhlöður má hlaða aftur og aftur en aðrar eru einnota. En allar rafhlöður þarf maður að losa sig við á endanum. Pabbi veistu að á Íslandi eru notaðar um 3 milljónir af rafhlöðum á hverju einasta ári. Sem þýðir að notaðar eru um þrjátíu rafhlöður á hverju einasta heimili og sumstaðar jafnvel fleiri þar sem ungt fólk eins og ég, sem á kannski töluvert mörg lítill rafmagnstæki. Veistu hvað við notum margar rafhlöður á mánuði heima? Ef við margföldum fjöldann með tólf þá fáum við fjölda rafhlaðna á heilu ári.
Mamma það skiptir miklu máli hvert við setjum tómu rafhlöðurnar. Það er nefnilega efni í þeim sem þarf til að rafhlöðurnar virki rétt og það er gott þar, en þessi sömu efni eru mjög eitruð ef þau lenda röngum stað. Sérstaklega ef þeim eru bara hent einhver staðar eða bara í ruslapokann í eldhúsinu. Því að þaðan fara þær í svokallaðan urðunarstað þar sem ruslið er grafið niður. Þá geta þessi eitruðu efni lekið úr þeim og mengað jörðina og vatnið. Það er slæmt fyrir alla, plöntur, dýr, fugla, fiska og það er líka slæmt fyrir okkur hin (mannfólkið). Það skiptir því miklu máli að setja notuðu rafhlöðurnar á besta staðinn þ.e. í söfnunarbauk.
Vissuð þið að rafhlöðurnar eru flokkaðar hér á landi eftir því hvað efni eru í þeim. Það eru nefnilega til margar tegundir af rafhlöðum. Þegar búið er að flokka þær eru þær sendar í stórar verksmiðjur í þremur mismunandi löndum, sem heita Belgía, Þýskaland og England. Þar eru þær blæddar í stórum ofnum við meira en 1100°C hita. Til samanburðar er hitinn í herberginu mínu um 20°C og sjóðandi vatn er 100°C heitt. Í þessum bræðsluofnum eru mismunandi efni í rafhlöðunum skilin hvert frá öðru í flóknum efnaformum. Einn málmurinn sem kemur úr þessu er til dæmis sink, hann má t.d. nota í nýjar rafhlöður. En kápunni utan af rafhlöðum er stál, það er líka notað aftur t.d. er það notað til að framleiða nýja bíla eða nýtt hjól.
Svo gerði ég margt annað mjög skemmtilegt. Að lokum langar mig að segja ykkur kæru foreldrar að ég veit að ég stend mig mjög vel, ég er að gera marga góða og skemmtilega hluti í skólanum. Þig getið alveg verið stolt af mér. J P.s. það eru að koma að prófunum og það væri mjög gott ef þig gætuð gefið ykkur tíma og skoðað með mér ofan í pennaveskið mitt, ég þarf kannski yddara, strokleður, blýant eða liti.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)