Fara í efni

Það er leikur að læra :)

09.09.2011
Kæru foreldraÞriðja kennsluvikan okkar gekk ljómandi vel. Við vorum aðvinna að fjölbreyttum verkefnum í vikunni.Á mánudeginum settu nemendur sér markmið fyrir vikuna,flestum tókst að...
Deildu
Kæru foreldra
Þriðja kennsluvikan okkar gekk ljómandi vel. Við vorum aðvinna að fjölbreyttum verkefnum í vikunni.
Á mánudeginum settu nemendur sér markmið fyrir vikuna,flestum tókst að halda þeirri áætlun. Stafurinn S s var kynntur og nemendurunnu verkefni honum tengd.
Á þriðjudeginum fórum við fjöruferð, við fórum í fjöruna viðHafnarbraut og sóttum okkur sand sem við ætlum svo að nota til að búa tilfallegar myndir. Eftir fjöruferðina fór nemendur í listir.
Ámiðvikudeginum unnu nemendur meðal annars í Sprotabókum,skrifuðu stafinn S s í stafabókina sína ásamt því að teikna myndir honumtengdum.
Á fimmtudeginum teiknuðu nemendur mynd af sæskrímsli ísögubókina sína, sumir byrjuðu á því að skrifa söguna við. Við spjölluðum samanum það hvaða reglur við vildum hafa fyrir bekkinn í vetur og komu allir meðinnlegg í þá umræðu. Þá var farið í tölvutíma þar unnu nemendur nokkur verkefnií fingrafimi. Við enduðum svo daginn á því að fara í val. Flestir völdu aðleika í lego.
Til baka í yfirlit