Fundur nr. 1203 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðarþriðjudaginn 11. desember 2012 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl.16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og settifundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, BryndísSveinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóriritaði fundargerð.
Gerð er sú athugasemd að liðir 12 og 13 í dagskrá verðifelldir út.
Dagskrá fundarins vareftirfarandi:
1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðarfyrir árið 2013, síðari umræða.
2. Gjaldskrárbreytingar
3. Sorpsamlag Strandasýslu,rekstraráætlun 2013
4. Byggðasafn Húnvetninga ogStrandamanna, fjárhagsáætlun 2012
5. Landgræðsla ríkisins, beiðni umstyrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið, dags 19/11/2012
6. Páll Arnór Pálsson, f.h.Varplands, óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar, dags 4/12/2012
7. Frá Eysteini Gunnarssyni ogfélögum varðandi byggðakvótamál, dags 4/12/2012
8. Fjórðungssamand Vestfjarða, beiðnium skipan fulltrúa í samráðshóp vegna sóknaráætlunar Vestfjarða, dags 5/12/2012
9. Fundargerð Velferðarnefndar
10. Fundargerð Umhverfis- ogskipulagsnefndar
11. Fundargerð Atvinnu- dreifbýlis- oghafnarnefndar
12. Fundargerð Fræðslunefndar
13. Fundargerð Umhverfis- ogskipulagsnefndar
Þá var gengið til dagskrár.
1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðarfyrir árið 2013, síðari umræða.
Salbjörg Engilbertsdóttir var kölluð fyrir fundinn þar sem hún fór yfir ogútskýrði fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2012.
Rekstrarniðurstaða A-hlutasjóðs sveitarfélagsins er áætlun kr. 6.852.000
Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A- og B- hluta sjóðum sveitarfélagsins eru kr.11.494.000
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2013 er samþykkt samhljóða.
2. Gjaldskrárbreytingar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að jafnaði 6% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsinssem ekki eru tengdar vísitölu, til að mæta verðlagsþróun.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir 20% hækkun á sorphirðugjaldi.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald íStrandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% affasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður2,5% af fasteignamati lóðar.
Breytingar á gjaldsrkám taka gildi 1. janúar 2013.
3. Sorpsamlag Strandasýslu,rekstraráætlun 2013
Kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins Strandabyggðar er áætluð rúmar 18milljónir. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykktir fjárhagsáætlun SorpsamlagsStrandasýslu fyrir árið 2013.
4. Byggðasafn Húnvetninga ogStrandamanna, fjárhagsáætlun 2012
Afgreiðslu þessarar áætlunar er frestað þar til niðurstaða liggur fyrir afvinnu samstarfshóps um kostnaðarhlutdeild eigenda og gerð nýrra samþykkta fyrirsafnið.
5. Landgræðsla ríkisins, beiðni umstyrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið, dags 19/11/2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir styrkveitinguna. Sveitarstjórn óskarjafnframt eftir því að fá kynningarfund frá aðstandendum verkefnisins.
6. Páll Arnór Pálsson, f.h.Varplands, óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar, dags 4/12/201
Sveitarstjóra er falið að senda Páli Arnóri Pálssonar upplýsingar um fyrriafgreiðslu sveitarstjórnar.
7. Frá Eysteini Gunnarssyni ogfélögum varðandi byggðakvótamál, dags 4/12/2012
Sveitarstjórn þakkar Eysteini fyrir erindið. Sveitarstjóra er falið að svaraerindinu og óska eftir frekari upplýsingum um hvernig sveitarsjtórn geti komiðað málinu.
8. Fjórðungssamand Vestfjarða, beiðnium skipan fulltrúa í samráðshóp vegna sóknaráætlunar Vestfjarða, dags 5/12/2012
Jón Jónsson og Andrea K. Jónsdóttir eru skipuð aðalfulltrúar í samráðshóp vegnasóknaráætlunar Vestfjarða. Til vara eru Viðar Guðmundsson og Ásta Þórisdóttir.
9. Fundargerð Velferðarnefndar
Liður 2, reglur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps um fjárhagsaðstoð ersamþykkt.
Varðandi lið 3, samþykkt er að hefja undirbúningsvinnu vegna Iðju –Samveruhúss.
Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
10. Fundargerð Umhverfis- ogskipulagsnefndar
Liður 2, varðandi Háafell ehf. Nauteyri samþykkir sveitarstjórn niðurstöðunefndarinnar.
Liður 3, varðandi skipulagslýsingu vegna Kópnesbrautar samþykkir sveitarstjórnniðurstöðu nefndarinnar.
Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
11. Fundargerð Atvinnu- dreifbýlis- oghafnarnefndar
Liður 2, varðandi erindi frá Hlyn Gunnarssyni varðandi gjaldskráHólmavíkurhafnar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og samþykkir meðfjórum atkvæðum gegn einu að fela hafnarverði að koma með tillögur aðútfærslum.
Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
Fundargerð yfirfarin og undirrituðog fundi slitið kl. 18:30.
Jón Gísli Jónsson | Jón Jónsson
|
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson | Ásta Þórisdóttir
|