Fundur nr. 1202 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðarþriðjudaginn 13. nóvember 2012 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl.16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og settifundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, BryndísSveinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóriritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Viðauki við fjárhagsáætlun –útgönguspá 2012
2. Fjárhagsáætlun Strandabyggðarfyrir árið 2013, fyrri umræða.
3. Erindi frá sjávarútvegs- oglandbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins2012/2013, dagsett 19/10/2012
4. Erindi frá Ástþóri Ágústssyni, óskum meðmæli sveitarstjórnar með kaupum á Múla í Strandabyggð, dagsett 30/10/2012
5. Erindi frá BúnaðarsambandiStrandamanna (BSS) dagsett 05/11/2012
6. Tillaga frá menningarfulltrúa umað hefja undirbúningsvinnu vegna héraðsskjalasafns fyrir Strandir, dagsett 05/11/2012
7. Umsókn um styrk vegna starfsemiLandsbyggðin lifi, dagsett 02/11/2012
8. Erindi frá Sævari Benediktssynif.h. varðandi bílastæði fyrir Finna Hotel ehf, dagsett 07/11/2012
9. Erindi frá Landssambandihestamanna varðandi skráiningu reiðleiða – kortasjá, dagsett 03/10/2012
10. Erindi frá SÁÁ vegna verkefnisinsBetra líf! – mannúð og réttlæti, dagsett 17/10/2012
11. Erindi frá Súðarvíkurhreppi varðarreikning vegna slökkvistarfa í Laugardal, dagsett 18/10/2012
12. Erindi frá stjórn Snorrasjóðs, óskum stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2013, dagsett 08/11/2012
13. Erindi frá frá Jóni Jónssyni,sveitarstjórnarmanni, ákvarðanir varðandi gamla vatnstankinn á Hólmavík,dagsett 08/11/2012
14. Ársreikningur SorpsamlagsStrandasýslu vegna 2011
16. Fundargerð Umhverfis- ogskipulagsnefndar
Þá var gengið til dagskrár.
1. Viðauki við fjárhagsáætlun –útgönguspá 2012
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2012 samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2013, fyrriumræða
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta árið 2013 verði 14.48%. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2013 vísað til síðari umræðu.
3. Erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinuvarðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013, dagsett 19/10/2012
SveitarstjórnStrandabyggðar óskar eftir að viðbótarreglur verði settar vegna úthlutunar byggðakvótafiskveiðiárið 2012/2013.
Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur tileftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 628/2012:
- Helmingi úthlutaðsbyggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
- Helmingi úthlutaðsbyggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2011/2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur tileftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 628/2012:
- Vinnsluskylda samkvæmt6. gr. reglugerðar nr. 628/2012 verði felld niður.
- Fallið verði frá skilyrði umtvöföldun löndunarskyldu þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað samkvæmt 6.gr. reglugerðar.
4. Erindi frá Ástþóri Ágústssyni, óskum meðmæli sveitarstjórnar með kaupum á Múla í Strandabyggð, dagsett 30/10/2012
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar meðan aflað erfrekari upplýsinga.
5. Erindi frá BúnaðarsambandiStrandamanna (BSS) dagsett 05/11/2012
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi og Ingibjörg Benediktsdóttir ogÞorsteinn Newton komu inn í þeirra stað.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og leggur tilað haldinn verði fundur með hlutaðeigandi sveitarfélögum og öðrum er málinutengjast. Sveitarstjórn telur mikilvægt að mál þetta verði til lykta leitt.
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma aftur á fund og Ingibjörg Benediktsdóttirog Þorsteinn Newton yfirgefa fundinn.
6. Tillaga frá menningarfulltrúa umað hefja undirbúningsvinnu vegna héraðsskjalasafns fyrir Strandir, dagsett05/11/2012
Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar því áfram til fjárhagsáætlunargerðar.
7. Umsókn um styrk vegna starfsemiLandsbyggðin lifi, dagsett 02/11/2012
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
8. Erindi frá Sævari Benediktssynif.h. varðandi bílastæði fyrir Finna Hotel ehf, dagsett 07/11/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið, samþykkir að ljúka hönnun götunnar ogbílastæða og ganga til viðræðna við Finna Hotel.
9. Erindi frá Landssambandihestamanna varðandi skráningu reiðleiða – kortasjá, dagsett 03/10/2012
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
10. Erindi frá SÁÁ vegna verkefnisinsBetra líf! – mannúð og réttlæti, dagsett 17/10/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir stuðningi við átakið Betralíf, mannúð & réttlæti.
11. Erindi frá Súðarvíkurhreppi varðarreikning vegna slökkvistarfa í Laugardal, dagsett 18/10/2012
Sveitarstjórn samþykkir að veitar 15% afslátt afreikningum vegna slökkvistarfa í Laugardal, Súðarvíkurhreppi.
12. Erindi frá stjórn Snorrasjóðs, óskum stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2013, dagsett 08/11/2012
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
13. Erindi frá frá Jóni Jónssyni,sveitarstjórnarmanni, ákvarðanir varðandi gamla vatnstankinn á Hólmavík,dagsett 08/11/2012
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
14. Ársreikningur SorpsamlagsStrandasýslu vegna 2011
Erindi lagt fram til kynningar.
15. Fundargerð Fræðslunefndar
Sveitarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og býður Huldu Ingibjörgu velkomna til starfa og þakkar HildiGuðjónsdóttur fráfarandi skólastjóra vel unnin störf og óskar henni velfarnaðarí framtíðinni.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð samhljóða.
16. Fundargerð Umhverfis- ogskipulagsnefndar
Sveitarstjórn samþykkir liði 1, 4 og 6a.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð samhljóða að öðru leiti.
Fundargerð yfirfarin og undirrituðog fundi slitið kl. 19:35.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Ásta Þórisdóttir
Viðar Guðmundsson