Fara í efni

Sveitaferð og pizzaveisla

04.05.2012
Elsku mamma og pabbi Ég var líka mjög dugleg/ur í vikunni þó svo að það hafði fjölgað í bekknum mínum. Ég lét það ekki trufla mig og hélt ótrauð/ur áfram :)Í íslensku náði...
Deildu
Elsku mamma og pabbi

Ég var líka mjög dugleg/ur í vikunni þó svo að það hafði fjölgað í bekknum mínum. Ég lét það ekki trufla mig og hélt ótrauð/ur áfram :)

Í íslensku náði ég að klára öll markmiðin mín. Alda sýndi mér nýjan staf í vikunni sem ég var fyrir löngu búin/n að læra. Þetta var stafinn AU au eins og í Auður og ausa.


Í stærðfræði var ég að vinna í Sprota  og ég var að vinna með tölfræði, telja og flokka allskonar hluti og setja upp í línurit, svo voru sumir að vinna með tölurnar upp í 100 og þá voru þeir að fást við plús og mínus.  
                                                            

Í íþróttum hjá Kolla fór ég í gönguferð og allskonar útileiki. Það var mjög skemmtilegt því að veðrið var svo gott. Sundkennslan féll niður þessa viku þar sem verið var að laga sundlaugina. 
 

Í listum hjá Dúnu kláraði ég áströlsku frumbyggja myndina mína og kom hún mjög flott út. Dúna leyfði mér að hlusta á frumbyggja tónlist og svo fékk ég að prófa blásturshljóðfærið hennar.

Ég fór í vettvangsferð í sveitina til Heiðu og Kalla. Ég fékk að sjá allar kindurnar þeirra og líka litlu flottu lömbin. Þau leyfðu mér meira að segja að halda á þeim. Það fannst mér geggjað gaman. Ég fékk líka að gefa þeim hey og svo lék ég mér smá í hlöðunni.

Ég borðaði nestið mitt úti á túni og svo fór ég að leika mér í fjörunni. Ég fann fullt af flottu fjörugulli og svo reyndi ég að fleyta kellingar :) Á heimleiðinni fékk ég að leika mér í smá stund  á leiksvæðinu fyrir framan galdragarðinn.
 

Í matreiðslu fékk ég að gera mína eigin pizzu og ég mátti setja allt það sem ég vildi ofan á hana. Ég blandaði líka sumardrykk  og í eftirrétt gerði ég búðing. Á meðan pizzan var að bakast fór ég inn í sal raðaði upp borðum og stólum.  Svo dekkaði ég upp borðið.

 

Svo var ég fyrsti formlegi gesturinn í Hnyðjuna, því að mér var boðið ásamt öllum hinum krökkunum í skólanum í heimsókn. Ingibjörg sveitastjóri tók á móti okkur öllum og kynnti fyrir okkur þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Ég söng ásamt öllum hinum krökkunum nokkur vorlög sem ég var búin að æfa í söngstund fyrr um morguninn og fékk ís að launum :)

Á heimleiðinni kom ég svo við í kirkjunni og æfði  lagið sem ég ætla að spila á vortónleikunum.  

Annars er ég búin/n að standa mig vera rosalega vel í vikunni eða það segir Vala og Alda allavegna :)

 

Með góðri kveðju,

Brynhildur, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnhildur Kría, Hrafnkatla og Þorsteinn.

Til baka í yfirlit