Fara í efni

Sumarið, börnin og umferðin á Hólmavík

30.04.2011
Sumarið er að ganga í garð á Ströndum og heimamenn taka því fagnandi. A.m.k. gera yngstu íbúarnir það sem hlaupa út með reiðhjólin sín, fótboltana, línuskautana og leikgleðina....
Deildu

Sumarið er að ganga í garð á Ströndum og heimamenn taka því fagnandi. A.m.k. gera yngstu íbúarnir það sem hlaupa út með reiðhjólin sín, fótboltana, línuskautana og leikgleðina. Sveitarfélagið Strandabyggð beinir því til allra ökumanna að huga vel að litlu Strandamönnunum í umferðinni og hægja sérstaklega á akstri innan Hólmavíkur og í kringum bæi í dreifbýlinu.

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!

Til baka í yfirlit