Fara í efni

Sumarhús í Skeljavík?

13.06.2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,Á svona degi væri nú ekki amalegt að sitja á pallinum í sumarhúsi fyrir ofan Skeljavík og njóta þess sem Steingrímsfjörður hefur uppá að bjóða.  Þv?...
Deildu
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á svona degi væri nú ekki amalegt að sitja á pallinum í sumarhúsi fyrir ofan Skeljavík og njóta þess sem Steingrímsfjörður hefur uppá að bjóða.  Þvílíkt útsýni og fegurð!

Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa 6 lóðir í hverfi fyrir ofan þjóðveginn, eins og þessi mynd sýnir.  Verkefnið er allt í réttu ferli og í yfirferð hjá Skipulagsstofnun.  Hér má finna frekari upplýsingar og lýsingu á svæðinu.

Áfram Strandabyggð!
Til baka í yfirlit