Fara í efni

Strandabyggð auglýsir eftir starfskrafti til Sorpsamlags Strandasýslu

03.06.2024
Starf hjá Sorpsamlagi StrandasýsluLaust er starf í Eignasjóði Strandabyggðar vegna Sorpsamlags Strandasýslu. Um er að ræða almenn störf hjá Sorpsamlaginu, sem meðal annars fela í sér...
Deildu

Starf hjá Sorpsamlagi Strandasýslu

Laust er starf í Eignasjóði Strandabyggðar vegna Sorpsamlags Strandasýslu. Um er að ræða almenn störf hjá Sorpsamlaginu, sem meðal annars fela í sér vinnu á sorpbíl og gámabíl.  Gerð er krafa um meiraprófsréttindi (C, CE) auk vinnuvélaréttinda.  Starfsmaður þarf að geta byrjað sem fyrst.  Leitað er eftir starfsmanni með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni. Mikilvægt er að starfsmaður sé skipulagður og geti tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð en sé um leið góður liðsfélagi og vinni vel í teymi.


Umsóknarfrestur er til og með 15. júní. Upplýsingar um skipulag og launakjör gefur Sigurður Marinó Þorvaldsson forstöðumaður Eignasjóðs í síma 894-4806, eða á netfangið siggimarri@strandabyggd.is 

Til baka í yfirlit