Fara í efni

Starf við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík

11.08.2018
Laus er staða tónlistarkennara við Tónskólann á Hólmavík skólaárið 2018-2019. Meðal kennslugreina: gítar, rafmagnsgítar, ukulele, bassi og trommur. Leitað er eftir kennara með gó?...
Deildu
Laus er staða tónlistarkennara við Tónskólann á Hólmavík skólaárið 2018-2019. Meðal kennslugreina: gítar, rafmagnsgítar, ukulele, bassi og trommur. 
Leitað er eftir kennara með góða kunnáttu og færni í hljóðfæraleik, skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af tónlistarkennslu er kostur.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2018. 

Nánari upplýsingar veitir: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur skal senda í tölvupósti á skolastjori@strandabyggd.is 
 
 
Til baka í yfirlit