Fara í efni

Stærðfræði og náttúrufræði

08.09.2011
Í stærðfræði eru nemendur komnir vel af stað með sitt námsefni. Nemendur í 9. bekk eru að verða búnir með kafla 1 og eru mjög samviskusamir við vinnu sína. Nemendur í 10. bekk hafa...
Deildu

Í stærðfræði eru nemendur komnir vel af stað með sitt námsefni. Nemendur í 9. bekk eru að verða búnir með kafla 1 og eru mjög samviskusamir við vinnu sína. Nemendur í 10. bekk hafa allir lokið kafla 1 í bókinni og ætla að stoppa núna og undirbúa sig fyrir samræmda prófið. Það er mjög mikilvægt að þeir noti öll æfingapróf og æfingadæmi sem ég læt þau hafa við undirbúninginn. Núna erum við að vinna í samræmda prófinu frá því í fyrra. Nemendur eru jákvæðir og duglegir við vinnu sína.

Hver vika í stærðfræði er sett í Skjatta í byrjun viku. Ég legg áherslu á að nemendur geri þetta með mér og við komum okkur saman um það hvað á að vinna.

Í náttúrufræði höfum við lokið kafla 1 í bókinni Kraftur og hreyfing. Lukum við honum 8. september með kaflaprófi. Framundan er vinna við kafla 2 sem hefst strax í næstu viku.

Góða helgi og takk fyrir skemmtilega viku.

Kveðja Ása

Til baka í yfirlit