Fara í efni

Spil og leikir

13.01.2012
 Kæru foreldrarÍ vikunni voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum bæði í íslensku og stærðfræði. Hæð nemenda var mæld og í íþróttum hjá Kolla var farið í kastl...
Deildu
 

Kæru foreldrar

Í vikunni voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum bæði í íslensku og stærðfræði. Hæð nemenda var mæld og í íþróttum hjá Kolla var farið í kastleiki og stöðvaþjálfun.

Í ensku var unnið verkefni um fatnað og gekk það bara nokkuð vel. Í upplýsingatækni teiknuðu nemendur hús tré og þau sjálf í paint þetta verkefni  þóttu þeim frekar erfitt. En gaman var að sjá hvernig myndirnar komu út. Nemendur halda áfram með myndina í næsta tölvu tíma.


Þegar nemendur voru búnir að klára markmiðin sín í stærðfræði héldu þeir áfram að sauma krosssaum. Frábært hvað þau voru fljót að tileikna sér krosssauminn. 

Í tónmennt sungu nemendur meðal annars ,,höfuð, herðar hné og tær"

Í náttúrufræði náðu allir að klára lita og klippa sprelli strákinn/stelpuna út og nokkrir eru búnir að festa hendur og fætur á búkinn með splitti.


Í vikunni var farið í nokkra leiki og skemmtum við okkur mjög vel.


Á mánudaginn falla íþróttir niður og verða nemendur með umsjónarkennara. 

Á miðvikudaginn er íþróttadagur í skólanum. Limbo, dans og skemmtilegheit verða á langa ganginum frá kl. 11:20 - 12:20. Ef aðstæður leyfa verður farið út að renna í kirkjuhvamminum frá 13:20 - 14:00. Íþróttahátíðin verður svo með hefðbundnu sniði og fer hún fram í íþróttahúsinu og hefst kl. 18:00.

Næsta fimmtudag verðum við með video og kósýheit. Þá mega nemendur mæta í náttfötum með bangsa í skólann. Einnig mega þau koma með uppáhaldsmyndina sína.


Kærar kveðjur,

 Vala

Til baka í yfirlit