Fara í efni

Sorphirða - mat á tunnuþörf

13.01.2023
Kæru íbúar Strandabyggðar og Kaldraneshrepps,Á mánudag, samhliða venjubundinni sorphirðu, er meiningin að telja tunnur við hús, meta aðstæður og fá þannig nauðsynlega yfirsýn yfir...
Deildu
Kæru íbúar Strandabyggðar og Kaldraneshrepps,

Á mánudag, samhliða venjubundinni sorphirðu, er meiningin að telja tunnur við hús, meta aðstæður og fá þannig nauðsynlega yfirsýn yfir tunnuþörf og aðstæður á Hólmavík og Drangsnesi, vegna innleiðingar nýrra laga um sorphirðu.

Við biðjum íbúa að moka vel frá tunnum þannig að bæði sorphirða og talning geti farið fram á sem þægilegastan hátt.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
f.h. Sorpsamlags Strandasýslu

Til baka í yfirlit