Sævar Helgi Bragason hefur búið til heimasíðu með undirbúningsupplýsingum fyrir sólmyrkvann 12. ágúst 2026. Þar er hægt að nálgast upplýsingar hvar er best að sjá sólmyrkvan, hvernig skilyrðin verða eftir því hvar viðkomandi er staddur á landinu ásamt tímasetningum um hvenær sólmyrkvinn sést á hverjum stað. Hér er slóð á heimasíðuna: Total Solar Eclipse in Reykjavík Iceland 2026 | Eclipse 2026
Eins og greint hefur verið frá hefur Strandabyggð keypt sólmyrkvagleraugu fyrir alla íbúa Strandabyggðar og verður þeim dreift til íbúa þegar nær dregur.
