Fara í efni

sóknarskrift og tíminn

25.10.2013
Heil og sæl.Þessi vikar var heldur stutt í annann endan hjá kennaranum vegna veikinda. Hins vegar spreyttu nemendur sig áfram á náminu því hér eins og annars staðar kemur maður í mann...
Deildu

Heil og sæl.
Þessi vikar var heldur stutt í annann endan hjá kennaranum vegna veikinda. Hins vegar spreyttu nemendur sig áfram á náminu því hér eins og annars staðar kemur maður í manns stað.
Í næstu viku munum við byrja á nýjum kafla í stærðfræði. Tíminn verðu skoðaður við mismunandi hversdaglsegar aðstæður og áhersla lögð á að hefðbundin klukkuskífa sýnir sömu tímasetningu tvisvar á sólarhring. Einnig verður stafræn klukka skoðuð sem og ýmsar tímaskráningar.
Í íslensku höldum við áfram með nafnorð og bætum inn sagnorðum og lýsingarorðum. Einnig verður samlestur hafður í hávegum og ritun af ýmsu tagi. S.s. sóknarskrift og sögugerð.
Ég minni á að í næstu viku ælta ég að safna saman spurningum úr Æsu og Guta sem nemdur eru nú margir hverjir að vinna að og flestir áhugasamir um að semja hluta af eigin prófi. Við erum u.þ.b að ljúka við "komdu og skoðaðu hringrásir" og í næstu viku byrjum við að vinna að gerð sameiginlegs lokaverkefnis þar sem nemendur hafa bókina við höndina ef á þarf að halda. 
Með kveðju og ósk um góða helgi
Íris Björg 

Til baka í yfirlit