Fara í efni

Snúðar og snældur í Reykjaskóla

26.01.2012
Það var glatt á hjalla í kvöldhressingunni í Reykjaskóla í gær þar sem allir gæddu sér á Reykjaskólasnúðum. Að því loknu skall á leiðindaveður, strekkingsvindur með mikilli o...
Deildu
Það var glatt á hjalla í kvöldhressingunni í Reykjaskóla í gær þar sem allir gæddu sér á Reykjaskólasnúðum.
Að því loknu skall á leiðindaveður, strekkingsvindur með mikilli ofankomu. Krakkar og kennarar leiddust á milli húsa í kófinu og svo sváfu menn af sér versta veðrið.
Í morgun var bjart, kalt og svolítill vindur. Síðustu kennslustundirnar standa yfir og eftir hádegið er hópmyndataka í íþróttahúsinu. Þar á eftir er valfrjáls tími og um margt skemmtilegt að velja.
Undirbúningur fyrir hárgreiðslukeppni drengja er þegar hafinn og meistarar og módel farin að ræða saman um keppnina. Í myndamöppunum frá keppni síðustu ára hafa fundist nokkrir Hólmvíkingar sem hafa sigrað keppnina.

Nokkrar myndir hafa bæst í Skólamyndir á heimasíðu Grunnskólans á Hólmavík. Kíkið endilega á þær. 
Til baka í yfirlit