Veðurstofa Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa vakið sérstaka athygli á slæmri veðurspá næsta föstudag og laugardag. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspám, ganga frá lausum munum og öðru sem getur fokið, bændur eru hvattir til að huga vel að búfénaði og sjómenn eru hvattir til að ganga vel frá bátum sínum. Því er jafnframt beint til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi viðskiptavini sína um veðurspár og ráði þeim frá ferðalögum um norðanvert hálendið þessa daga.
Slæmt veðurútlit
27.08.2013
Veðurstofa Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa vakið sérstaka athygli á slæmri veðurspá næsta föstudag og laugardag. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að ...