Þessi vika var heldur í styttra lagi en hún gekk samt alveg ótrúlega vel, ég var rosalega dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfæði
Í listum hjá Ástu hélt ég áfram að vinna með grunnlitina og það gekk bara nokkuð vel. Í seinni tímanum fór ég á bókasafnið þar sem Ásta var fjarverandi.
Ég vann aðeins í þemaverkefninu „Allt um mig". Ég fræddist meðal annars um augun og eyrun í náttúrufræði og ég gerði könnun um augnlit og setti hana síðan upp í súlurit það var alveg rosalega gaman.
Í útikennslu fór ég með öllum hinum krökkunum í bekknum niður á fótboltavöll, þar voru við pöruð saman tveir og tveir. En áður en ég fór út var ég búin að búa til skutlu og við fórum í skutluleik. Ég skutlaði skutlunni minni og síðan átti ég að giska hversu mörg sippubönd skutlan mín flaug. Þegar það var búið mældi ég vegalengdina og skráði tölurnar niður á blað.
Í frjálsum tíma vann ég að mörgum verkefnum, ég púslaði, perlaði, teiknaði frjálst, flokkaði orð eftir kynjum, fann samstæðu orða o.m.fl.
Í íþróttum hjá Árdísi þá fór ég meðal annars í veiðimanninn en það er saga með látbragðsleik og það var alveg rosa gaman.
Annars er ég búin að vera rosalega dugleg/ur alla vikuna ég kláraði öll markmiðin mín og stóð mig frábærlega vel og ég var líka gjörsamlega til fyrirmyndar.
Góður vinur minn og bekkjarfélagi hann Miro er að flytja frá Hólmavík um helgina og var föstudagurinn notaður vel til að kveðja hann. Ég teiknaði mynd og skrifaði fallega kveðju til hans, síðan var kveðja mín límd inn í bók og skreytt með myndum úr skólastarfinu okkar. Þá settist ég í hring með öllum hinum í bekknum, við sögðum öll eitthvað fallegt um Miro og kvöddum hann með knúsi.
Skilaborð frá kennara:
Elsku Michael Miro minn það er búið að vera rosalega gaman að hafa þig hjá okkur og við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Gangi þér svakalega vel á nýja staðnum knús á þig frá mér og öllum hinum :)
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Dúna biðja að heilsa :)
