Kæruforeldra
Það er búið að vera mjög gaman hjáokkur í vikunni.
Í sameiginlegri söngstund sungum viðlög sem nemendur í 8. – 9. bekk völdu og var þetta seinni vikan sem þeir veljalög. Það fer að styttast í að við fáum að velja fjögur lög sem við viljum aðallir syngi. Þannig að það væri mjög gott kæru foreldrar ef þið gætuð aðstoðaðokkur með það. Það er að segja senda mérheiti uppáhaldslags og hver flytur það.
Við vorum dugleg að vinna að markmiðumokkar í vikunni bæði í íslensku og stærðfræði. Flestir í 1. bekk hafa náð aðklára tvær Sprotabækur.
Á þriðjudeginum var stafurinn A- a kynntur. Þá unnu nemendur verkefnablöð semreyndu á fínhreyfingar þeirra.
Við byrjuðum miðvikudaginn á því aðskrifuðu allir tvö orð sem áttu A – asem fyrsta staf í orðasafnið sitt. Fórum í skrift og skrifuðum 3 – 4línur. Þá unnu allir að markmiðum sínumí íslensku og stærðfræði. Við máluðum sandmyndirnar okkar og komu þær mjög velút.
Á fimmtudeginum fórum við í matreiðsluí félagheimilinu. Við byrjuðum á því að skera allskonar ávexti í litla bita(vínber, ananas, melónu, mandarínu, epli, peru og banana). Síðan þræddum við þáávexti sem okkur þóttu bestir upp á pinna. Þá var hnoðað í pizzadeig, skinkaskorin niður, pepperoneið og osturinnsett í skál. Þá skiptumst við á að fletja út degið og skárum svo út karla oggrasker. Hver og einn setti á sína pizzu það sem hann vildi. Þegar pizzaveislan var búin þurftu allir að vaska upp eftir sig. Þá þurrkuðu þau afborðunum og stóluðu upp. Salurinn var skúraður og mottan ryksuguð.
Á föstudeginum var unnið að markmiðumí Sprota. Þá fórum við í heimakrókþar sem við fórum meðal annars í rím, stafaleik, við töldum orð í setning ogklöppuðum atkvæði. Skólavikan endaði svo á því að starfsfólk skólans frumfluttitvö lög sem áttu svo að vera skemmtiatriði á árshátið Strandabyggðar um kvöldið.
Takk fyrir vikuna,
Kveðja Vala