Fara í efni

Skrítinn hárdagur!

02.12.2010
Föstudaginn 26. nóvember sl. var skrítinn hárdagur í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Nemendur og starfsfólk mættu í skólann með ýmsar hárútfærslur, úfið og ógreitt hár, lit...
Deildu
Föstudaginn 26. nóvember sl. var skrítinn hárdagur í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Nemendur og starfsfólk mættu í skólann með ýmsar hárútfærslur, úfið og ógreitt hár, litað, skreytt, fléttað á margvíslegan hátt. Sumir voru nær óþekkjanlegir og nú eru komnar margar skemmtilegar myndir í skólamyndir.

Skrítinn hárdagur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að jólum en næsta föstudag, þann 3. desember, er íþróttafatadagur þar sem nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í sportlegum klæðnaði.
Til baka í yfirlit