Fara í efni

Skólastarf að loknu jólaleyfi

02.01.2023
Skólastarf hófst í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík að loknu jólaleyfi með skipulagsdegi 2. janúar 2023. Nemendur mæta skv. stundaskrá þann 3. janúar. Kennsla fer nú fram á þremu...
Deildu
Skólastarf hófst í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík að loknu jólaleyfi með skipulagsdegi 2. janúar 2023. Nemendur mæta skv. stundaskrá þann 3. janúar. Kennsla fer nú fram á þremur stöðum, 1.-3. bekkur sækir skóla á efri hæð í húsi Sparisjóðsins, 4.-6. bekkur í Hnyðju og 7.-10. bekkur í Félagsheimili. Unnið er að skipulagi fyrir Tónskólann sem tekur mið af dreifingu nemenda um  þorpið. 
Húsnæði skólans var lokað 30. nóvember vegna myglu. Úttekt Verkfræðistofunnar EFLU var gerð 15. desember og niðurstöðu má vænta síðar í janúar. 




Til baka í yfirlit