Fara í efni

skólahlaup og lýsingarorð :)

07.10.2011
Komiði sæl Undanfarin vika hefur verið heldur fjörleg hér í 3. bekk og mikill galsi í nemendahópnum.Seinni hluta vikunnar höfum við svolítið verið að minna hvort annað á og rifja up...
Deildu
Komiði sæl
Undanfarin vika hefur verið heldur fjörleg hér í 3. bekk og mikill galsi í nemendahópnum.
Seinni hluta vikunnar höfum við svolítið verið að minna hvort annað á og rifja upp reglurnar sem við settum okkur í byrjun skólaárs .
Mælirinn sem við settum upp á skólatöfluna fyrir svolitlu síðan og telur stigin sem nemendur vinna sér inn með því að vinna hljóðlega, smá mjakast upp og við ætlum að leggja okkur fram um að ná honum í 10 stigin sem fyrst.

Í vikunni höfum við verið að vinna með lýsingarorð í íslensku. Lýsingarorðin geta verið svolítið flókin á köflum, en vekja einnig mikla lukku. Við bjuggum til sögu um vettvangsferð 3. bekkjar sem nemendur „skreyttu" svo með fjölbreyttum lýsingarorðum. Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá og velta því fyrir sér hvað sögurnar lifna við og verða líflegar ef við vöndum okkur og setjum inn viðeigandi lýsingarorð.

Í listum erum við að búa til hristur. Það gengur rosalega vel :)

Á þriðjudeginum kynntu nemendur sjávarlífverurnar sem þau hafa verið að afla sér upplýsinga um í samfélagsfræði. Þetta verkefni hepnaðist ótrúlega vel og eiga nemendur hrós skilið fyrir metnað sinn!

Á miðvikudeginum tóku svo nemendur og starfsfólk skólans þátt í norræna skólahlaupinu og stóðu sig með prýði :)
Að loknu hlaupi bauð Kaupfélag Steingrímsfjarðar svo nemendum upp á niðurskorið grænmeti og ávexti og Arion banki bauð upp á vatn í sjómannsbrúsa.
Á fimmtudeginum lásu nemendur upp haustsögur sínar. Eftir það tókum við lagið saman og skiptumst á að slá taktinn á trommur.

Nemendur hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða lög skulu sungin og mega endilega koma með texta að heiman til að bæta við í sönglagasafnið okkar.

Í dag var lögð fyrir nemendur stutt stafsetningaræfing. Helmingur nemenda fór í tölvutíma þar sem þeir teiknuðu sjálfsmynd í paint og í samfélagsfræði héldum við áfram með sjávarmyndirnar okkar.


Bestu kveðjur og góða helgi
Kristjana


 
Til baka í yfirlit