Fara í efni

Sjálfsmynd

07.03.2014
Heil og sæl.S.l. mánudag var hugtakið SJÁLFSMYND til umræðu. Rætt var um þá ábyrgð að koma vel fram við aðra og lesin saga um Jens, sem er strákur á þeirra aldri. Lestur sögunnar ...
Deildu

Heil og sæl.

S.l. mánudag var hugtakið SJÁLFSMYND til umræðu. Rætt var um þá ábyrgð að koma vel fram við aðra og lesin saga um Jens, sem er strákur á þeirra aldri. Lestur sögunnar fór fram með þeim hætti að sögumaður stoppaði á ákveðnum stöðum í sögunni og ræddu þá nemendur um það hvort Jens fengi nú stein, sem táknaði neikvæðar athugasemdir og niðurbrot, eða kubb, sem táknaði jákvæðar athugasemdir og uppbyggingu, í pokann sinn. Í framhaldinu var rætt um muninn á því að bera poka með þungum steinum eða poka með léttum kubbum og það hvernig steinarnir hrynja þegar reynt er að hlaða þeim upp  og byggja úr þeim en úr kubbunum er  hægt að byggja næstum allt. Steinar og kubbar hafa í framhaldinu oft verið nefndir í því samhengi og nemendur spurðir hvort þeir séu að gefa eða fá stein eða kubb. Næsta mánudag munum við halda áfram með umræðu um sjálfsmynd, virðingu og framkomu í vinahópum.

Á miðvikudag var sprengidagur með tilheyrandi uppbroti á hefðbundnum miðvikudegi. Mikil spenna var ríkjandi meðal nemenda og eftirvæntingin töluverð að komast út og sækja heim fyrirtæki og stofnanir, bjóða þar upp á söng og fá að launum gotterí eða aðrar gjafir. Dagskrá skólans fram að hádegi gekk ljómandi vel, nemendur saumuðu öskupoka, fengu fræðslu um uppruna öskudags á íslandi og carnivals hátíða erlendis, fóru í stærðfræðileiki s.s. teningahopp og leika stærðfræðiheiti og ýmsa skynjunar leiki eins og að ganga 10 skref áfarm með bundið fyrir augu og miða á spotta sem þau áttu að reyna að klippa í sundur. 

Eftir hádegi á fimmtudegi fórum við út í góða veðrið og fengum okkur „spássitúr“ niður í fjöru í stað þess að sitja inni í kennslustofu í „Gunnjónu stund“. Vakti það mikla lukku þar sem nemendur voru margir hverjir töluvert þreyttir og eftir sig eftir öskudaginn.

Með ósk um góða helgi

Íris Björg og Kolla

Til baka í yfirlit