Fara í efni

Síðasti dagur á morgun til að sækja um byggðakvóta

14.02.2011
Á vef Fiskistofu (sjá hér) kemur fram að síðasti dagur til að sækja um byggðakvóta til fiskiskipa í Strandabyggð er á morgun, þriðjudaginn 15. febrúar 2011. Fiskistofa auglýsir eft...
Deildu
Á vef Fiskistofu (sjá hér) kemur fram að síðasti dagur til að sækja um byggðakvóta til fiskiskipa í Strandabyggð er á morgun, þriðjudaginn 15. febrúar 2011.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Strandabyggð samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 999/2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011. Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í Strandabyggð sbr. auglýsingu nr. 68/2011 í Stjórnartíðindum.


Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu hennar. Umsóknarfrestur er sem fyrr segir til og með 15. febrúar 2011.



Til baka í yfirlit