Nú eru nýafstaðin gistikvöld hjá báðum deildum Ozon. Eldri deildin kom saman á Galakvöldi í Bragganum á Hólmavík fimmtudaginn 26. maí í boði Ozon og foreldra þátttakenda sem reiddu fram dýrindis þríréttaða máltíð sem hefði sæmt hvaða toppveitingastað sem er. Unglingum úr Reykhólasveitinni var einnig boðið á Galakvöldið og fjörlegt diskótek eftir borðhald. Eftir diskóið var skundað upp í félagsmiðstöð þar sem kíkt var í tölvu, Singstar og Guitar Hero, farið í ljósaperu aldarinnar (10. bekkur vann) og kíkt á ís með hnausþykkri marssósu áður en menn luku kvöldinu við kvikmyndagláp og spjall um allt milli himins og jarðar.
Yngri deildin mætti hins vegar í miðstöðina kl. 22:00 mánudaginn 30. maí og skemmti sér konunglega við viðtæki nútímans; tölvur, sjónvörp og PS2 leiki. Forstöðumaður Ozon lét ljós sitt skína með pizzabakstri og spurningakeppni (sem 7. bekkur vann) og auðvitað var ísinn reiddur fram með nýrri og enn þykkri marssósu. Bíómyndirnar á risaskjánum urðu að lokum þrjár, en það var á mörkunum að fólk kæmist fyrir í setustofunni þetta kvöldið og nóttina þar sem 30 krakkar mættu á svæðið - hress og kát að vanda!
Að lokum langar mig til að þakka öllum krökkum og foreldrum í Ozon kærlega fyrir lærdómsríkan og skemmtilegan vetur! Ég er strax farinn að hlakka til næsta vetrar :)
Bestu kveðjur,
Arnar S. Jónsson.
Síðasta félagsmiðstöðin í bili
31.05.2011
Nú eru nýafstaðin gistikvöld hjá báðum deildum Ozon. Eldri deildin kom saman á Galakvöldi í Bragganum á Hólmavík fimmtudaginn 26. maí í boði Ozon og foreldra þátttakenda sem reid...