Fara í efni

Samvinna

22.03.2014
Heil og sæl.Sl. Mánudag ræddum við svolítið um gildi samvinnu og í kjölfarið var farið í leik sem sýndi hve mikilvæg góð samvinna er. Nemendur byrjuðu á því að sitja tveir og tv...
Deildu

Heil og sæl.

Sl. Mánudag ræddum við svolítið um gildi samvinnu og í kjölfarið var farið í leik sem sýndi hve mikilvæg góð samvinna er. Nemendur byrjuðu á því að sitja tveir og tveir með bak í bak og krækja saman höndum. Síðan áttu pörin að standa upp án þess að styðja sig með höndum og njóta aðeins stuðning frá baki hvors annars. Því næst voru tvö og tvö pör sameinuð og þá reyndist auðveldara fyrir hvern og einn að standa upp. Að lokum voru allir í einum hópi og þá var líka auðveldast að standa upp. 

Í vali á miðvikudag var m.a. farið í „tröpputalningaferð“ að kirkjunni. Nemendur komust að því að tröppurnar eru 80 svo nú er það ekkert vafamál lengur.

Anna Hjúkrunarfræðingur heimsótti hópinn á fimmtudagsmorgun. Hún hitti nemendur í tveim hollum og fór yfir ýmsa þætti tengda H-unum sex sem standa fyrir; Hollustu, hreyfingu, hugrekki, hvíld, hreinlæti og hamingju. Allt um það má sjá á heimasíðunni  6h.is.

Næsta mánudag mun forsetinn og eiginkona hans sækja skólann heim.

Látum þetta duga af fréttum og óskum ykkur góðrar helgar.

Með kveðju

Íris Björg og Kolla

Til baka í yfirlit