Fara í efni

SAMTAKAMÁTTURINN VIRKJAÐUR - SVÆÐISSKIPULAG Í DALABYGGÐ, REYKHÓLAHREPPI OG STRANDABYGGÐ

02.02.2017
Sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa sl. ár unnið saman að svæðisskipulagi. Nú liggur fyrir skýrsla þar sem gerð er grein fyrir forsendum á skipulagssvæðinu m.t.t. umhverfis og samfélags. Á grunni þeirra forsendna eru settar fram tillögur að viðfangsefnum, áherslum, framtíðarsýn og svæðismarki og því síðan lýst hvernig staðið verður að frekari stefnumótun og umhverfismati stefnunnar.
Deildu

Sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa sl. ár unnið saman að svæðisskipulagi. Nú liggur fyrir skýrsla þar sem gerð er grein fyrir forsendum á skipulagssvæðinu m.t.t. umhverfis og samfélags. Á grunni þeirra forsendna eru settar fram tillögur að viðfangsefnum, áherslum, framtíðarsýn og svæðismarki og því síðan lýst hvernig staðið verður að frekari stefnumótun og umhverfismati stefnunnar.

Skýrslan er til kynningar á skrifstofum og vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum www.samtakamattur.is. Leitað er eftir ábendingum um efni hennar og þær má senda og stíla þannig: Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, b.t. formanns - Ingibjargar Emilsdóttur, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Einnig má senda ábendingar með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is (með afriti á matthildur@alta.is). Óskað er eftir að þær berist fyrir 24. febrúar 2017.

Hér er hlekkur á skýrsluna:

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar
Til baka í yfirlit